Tio är på Island - Tíu ár á Íslandi
- Svensk/Íslenska
- Jun 3, 2015
- 3 min read
I dag är det exakt 10 år sedan jag flyttade till Island, den 3:e Juni 2005. Jag kommer fortfarande ihåg hur det kändes att kliva ombord på flyplanet full av förväntan, men även nervös och osäker över att lämna mitt hemland. Det var mycket som stod på spel, för att kunna uppleva min dröm att arbeta med hästar och såsmåningom ansöka till Hólar.
Mitt liv har minst sagt varit innehållsrikt de senaste år tiondet. Jag lämnade Sverige med min nya sadel, mina helsta ägodelar och mina sparpengar. Jag var bara 18 år gammal och hade precis tagit studenten. Att flytta till Island var en stor grej, ett stor beslut, men absolut ett av det bästa jag har gjort i mitt liv. Det sista 10 åren har varit en resa som heter duga, och jag har blivit satt på hårda prov. Men en sak har lett mig till en annan och i dag är jag otroligt tacksam för allt som jag har fått uppleva.
Här på Island har jag i dag ett hem som jag trivs i, underbara vänner, „nya familjemedlemmar“, egna hästar och mitt liv är fullt av upplevelser som jag aldrig hade kunnat drömma om samt minnen för livet.
T.ex. har jag har fått chansen att prova fantastiksa hästar, ta del i deras träning och förberedelser för tävling och visningar, jag har sett fantastika platser, naturens otroliga krafter, vädrets makter
t.ex. stormar och vulkanutbrott, jag har sett en isbjörn (på långt håll), tagit stora steg i min personliga utveckling med att behöva hantera svåra situationer, hästar, människor och att klara mig själv, lära mig ett nytt språk och nya seder. Jag har lärt känna människor som satt stora spår i mitt hjärta, hjälpt mig att se vad livet är och hjälpt mig att vidga mina vyer. Livet är så otroligt mycket större och mer värdefullt än vad jag trodde när jag 18 år gammal satt och väntade på att bli upphämtad på flygplatsen i Keflavik.


-----------------------------
Fyrir nákvæmlega 10 árum síðan, 3 júní 2005, flutti ég til Íslands frá Svíþjóð. Ég man mjög vel eftir tilfinningunni sem ég fékk, þegar ég sat í flugvélinni og hún var að leggja af stað í loftið. Égvar ansi spennt, en líka eilítið hrædd og óörugg, enda að flytja í burtu frá heimalandi mínu. Ég var einungis 18 ára gömul, nýbúin að útskrifast sem stúdent og leiðin lá á Hestabraut Háskólans á Hólum. Já, það var mikið á sig lagt til að láta draum sinn rætast.
Það er margt búið að gerast á þessum tíu árum. Ég á minningar fyrir lífið sem ég mun aldrei gleyma. Að flytja til Íslands var stór ákvörðun, sem reyndist ein sú besta sem ég hef tekið á ævi mini. Ég fór frá Svíþjóð með nýja hnakkinn minn, helstu eignir minar og allt sparifé, hafði litla sem enga hugmynd um hvað ég var að fara út í, en eitt get ég sagt ykkur, ég sé ekki eftir því að hafa flutt til Íslands.
Það leiddi eitt af öðru og í dag er ég enn hér á Íslandi, en á allt öðrum stað í lífinu. Ég er reynslunni ríkari. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að lífa minu lífi þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið leikur.
En ég hef fengið að upplifa svo margt sem hefur þroskað mig sem einstakling, gert mig sterkari og öruggari. Ég á heimili sem ég er ánægð í, ég á yndislega vini, „nýja fjölskyldu meðlimi,“ ég er með hesta og ég hef upplifað hluti sem eru mér mikils virði og munu fylgja mér alla tíð.
Ég hef fengið tækifæri til að prófa mjög góða hesta, tekið þátt í tamningu og þjálfun á mörgum frábærum hestum og undirbúið þá fyrir mót og sýningar. Ég hef kynnst mikið af góðu og yndislegu fólki, eignast góða vini, séð fallega staði, upplifað nátturuhamfarir og allskonar veður, lært nýtt tungumál, kynnst vel fólki af öðru þjóðerni og hef m.a.s. séð ísbjörn (reyndar af löngu færi :)
Ég hef lært margt og þroskast af lífsreynslu minni og þeim verkefnum sem ég hef þurft að takast á við og þeim erfiðleikum sem ég hef upplifað. – Allt frá því að koma múl á ótemju, borða hrútspunga yfir í að keyra í blindbyl yfir fjall á pínulitlum Volkswagen Polo og lenda í alvarlegu slysi við þjálfun á hrossi. Ég hef þroskast mikið sem manneskja, þurft að standa með sjálfri mér og takast á við erfiðar aðstæður. Ég hef kynnst fólki sem mun alltaf eiga stað í hjarta mínu, fólki sem hefur hjálpað mér að sjá hvað er mikilvægt og hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Ég hef lært að horfa með öðrum augum á lífið og veröldina og hef áttað mig á hversu dýrmætt lífið er. Það er margt sem hefur breyst síðan ég var 18 ára og settist upp í flugvél. Lífið er eitthvað svo allt öðruvísi og að mörgu leyti betra en ég bjóst við.
Comments