Att bygga upp sin häst och sig själv
- Svensk/Íslenska
- May 15, 2015
- 2 min read


Att bygga upp sin häst och sig själv.
Tanken med bloggsidan är att dela med mig av träningstips, hur jag försöker ta mig och Hekla till att tävla på Landsmót nästa sommar. Men även om hur jag arbetar med att bygga upp mig själv och min kropp, efter ridolyckan som jag var med om i September 2012.
I dag har jag blivit betydligt starkare och rörligare än när jag började samla ämne för bloggen i början av November. Det är stort för mig att ha kommit så långt som jag har gjort i dag i min rehabilitering. Ridningen har hjälpt mig mycket, dels med att få bättre balans, rörelseförmåga och att kunna gå utan kryckor. Att sitta på en häst i skritt, påminner om rörelsemönstret när man går. Det påverkar nervsystemet positivt och nervsignalerna.
Jag har lärt mig många nya saker igenom att råka ut för en allvarlig ridolycka och vill förmedela till att kunna hjälpa andra att se hur viktigt det är att njuta av livet och göra det bästa möjliga ur sin livssituation och vardag. Det är viktigt att komma ihåga att njuta av det som är just nu, man vet aldrig hur framtiden ser ut.
Að byggja upp hest og styrkja sjálfan sig.
Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfan sig eins og hestinn sinn. Um leið og ég veiti ykkur innsýn í hvernig ég þjálfa og byggi upp Heklu með það að markmiði að mér takist að keppa á Landsmóti, þá mun ég einnig segja ykkur frá því hvernig ég hef unnið í sjálfri mér og byggt upp andlegan og líkamlegan styrk frá því að ég lenti í slysinu haustið 2012.
Frá því við hófum að undirbúa bloggið, í nóvember 2014, hefur mér fleygt gífurlega hratt fram í endurhæfingu. Það er mjög stór áfangi fyrir mig að vera komin svona langt! Það sést varla lengur að ég hafi lent í alvarlegu slysi. Í dag birtast afleiðingar af slysinu aðallega í miklum verkjaköstum, þreytu og mun minna úthaldi, sem stelur síðan frá mér orku í daglegu lífi. Allt er þó á réttri leið og því er ég afar þakklát.
Hestamennskan og þjálfun Heklu hefur svo sannarlega verið mikil hvatning fyrir mig. Þegar ég er t.d. að ríða fet, þá er það ekki síður gefandi þjálfun fyrir mig. Fet þjálfar nefnilega marga vöðva í mannslíkamanum, eykur jafnvægi, samhæfinu og hjálpar mér að hvetja taugaboðin til að finna rétta göngulagið sem síðan styrkir mig. Fethreyfingin minnir nefnilega á gönguhreyfinguna og er þess vegna að örva rétt taugaboð í líkamanum.
Ég hef lært margt í gegnum slysið, eitt það mikilvægasta er að gefast ekki upp og halda lífinu áfram. Þá reynslu langar mig að nýta til að hjálpa öðrum að læra að njóta og gera það besta úr sínum aðstæðum hverju sinni. Við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því mikilvægt að njóta og reyna að gleðjast á meðan kostur er.
Comments